Um okkur

Uppruninn

Árið 1837 sest fyrsti forfaðir okkar að í Ófeigsfirði

Fyrstur af forfeðrum okkar sem búsettur var í Ófeigsfirði var Óli Viborg fæddur 1800 og dáinn 1849 úr holdsveiki,  Foreldrar Óla voru Jens Olesen Viborg, beykir á Reykjarfirði (Kúvíkum), danskrar ættar frá Viborg á Jótlandi, jafnvel talið að hann hafi átt ættir að rekja til Viborgar í Rússlandi. Kona hans Ragnheiður Tómasdóttir frá Kambi í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu.

  

Ábúendur

Pétur Guðmundsson og Margrét Eggertsdóttir

Eftir 1970 kaupir Pétur 12 hundraða hlut af afa sínum og alnafna. Fyrstu árin voru þeir bræður Pétur og Ásgeir ásamt föður sínum Guðmundi að sinna hlunnindum. 

  

Jörðin fór í eyði

Vetrarbúsetu er hætt 1965 en eftir það er hlunnindin áfram nýtjuð af eigendum. Þáverandi þingmaður fyrir vestfirðinga taldi engar líkur á því í nánustu framtíð að vegur yrði lagður frá Ingólfsfirði inní Ófeigsfjörð. Erfitt var að flytja öll aðföng sjóleiðina, svosem olíu, kol, fóðurbætir, áburð og annað sem til þurfti þar sem þeir fegðar Guðmundur og Pétur voru bara tveir eftir af fullorðnum karlmönnum. Það var ekki fyrr en í október 1975 sem ýtt var í vegslóða frá Seljarnesi inní Ófeigsfjörð. Þann 4.júlí 1976 koma þeir Gunnsteinn Gíslason frá Norðurfirði ásamt sonum sínum þeim Jóni og Gísla og bróðursyni Jóni Gauta Guðlaugssyni akandi fyrstir á bíl alla leið inní Ófeigsfjörð.