Uppruninn

Uppruninn

árið 1837 sest fyrsti forfaðir okkar að í Ófeigsfirði

Fyrstur af forfeðrum okkar sem búsettur var í Ófeigsfirði var Óli Viborg fæddur 1800 og dáinn 1849 úr holdsveiki,  Foreldrar Óla voru Jens Olesen Viborg, beykir á Reykjarfirði (Kúvíkum), danskrar ættar frá Viborg á Jótlandi, jafnvel talið að hann hafi átt ættir að rekja til Viborgar í Rússlandi. Kona hans Ragnheiður Tómasdóttir frá Kambi í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu.

Fæddur var Óli á Hofsósi. Hann var bóndi í Reykjarfirði frá 1823 til 1837 að hann flytst í Ófeigsfjörð og býr þar til æviloka. Góður búhöldur og varð vel fjáður, enda fastur á fé og sparneytinn.

Kona; Elísabet (f. 3. okt. 1794, d.30. nóv. 1874) Guðmundsdóttir frá Hafnarhólmi, Guðmundssonar. Hún var talin stórlynd, en sæmilega að sér. Börn þeirra voru Ragnheiður, Jensína átti Þorkel Þorkelsson í Ófeigsfirði, Óli í Reykjarfirði, Guðrún kona Jakobs Thorarensen á Reykjarfirði, Ingibjörg átti Rasmus Petersen danskan beyki. Launson átti Óli, Guðlaug sem var húsmaður í Ófeigsfirði.

Jensína og Þorkell bjuggu í Ófeigsfirði 1850-1859 og aftur 1863 þar til hann lét af búskap og var húsmaður þar til æviloka. Börn þeirra voru; Óli í Ingólfsfirði, Elísabet fyrri kona Guðmundar Péturssonar í Ófeigsfirði, Guðmundur á Felli, Börg kona Guðmundar Guðmundssonar í Bæ, móður Guðmundar föður Elínar konu Guðmundar er var síðasti bóndi í Ófeigsfirði.

Anna kona Magnúsar á Seljanesi bróður Guðmundar í Ófeigsfirði, Guðrún átti Sæmund Benediktsson frá Finnbogastöðum, Jens á Felli og víðar.

Sonur Jensínu áður en hún giftist var Benjamín Jóhannesson á Krossnesi. Guðmundur átti með Elísabetu tvær dætur sem upp komust. Jensína Guðrún er giftist Sigurgeir Ásgeirsson á Óspakseyri og Elísabet er átti Guðmund Guðmundsson á Melum.

Guðmundur giftist aftur eftir lát fyrri konu sinnar, Sigrúnu Ásgeirsdóttur frá Heydalsá. Börn þeirra sem upp komust voru Torfi, kaupfélagsstjóri á Norðurfirð, Pétur í Ófeigsfirði, Ásgeir á Krossnesi og síðar á Akranesi, Ragnheiður kona Guðbrandar á Heydalsá, Hallfríður kona Sturlaugs Sigurðssonar í Reykjavík, Guðmundur stýrimaður í Reykjavík og Sigríður Þórunn kona Sveinbjarnar Guðmundssonar í Ófeigsfirði.

Son, Böðvar eignaðist Guðmundur eftir lát seinni konu sinnar með Elínu Elísabetu Jensdóttur frá Víganesi.

Pétur Guðmundsson bjó í Ófeigsfirði til 1965. Og Guðmundur Pétursson einnig.

Sigríður Þórunn bjó áfram eftir að Sveinbjörn lést þar til allir fóru með sömu ferð haustið 1965.

Guðmundur Guðmundsson í Bæ , sonur Bjargar Þorkelsdóttur, átti Steinunni Hjálmarsdóttur, Guðmundssonar,  Pálssonar í Kaldbak þess sem Pálsætt er talin frá, þeirra dóttir var Elín Elísabet, kona Guðmundar Péturssonar er var síðasti bóndi í Ófeigsfirði

( heimildir: Strandamenn og Ófeigsfjarðarætt)