Æðarvarpið

Í Ófeigsfirði er stundaður hlunnindabúskapur.
Æðarfuglinn

Kollan og blikinn

Æðarfluglinn er algengasta önd landsins. Fuglinn heldur sig eingöngu á og við sjó og er staðfugl.

Æðarfuglinn er friðaður á Íslandi.

Í Ófeigsfirði er æðarvarp sem telur tæplega 2000 hreiður og nær yfir um 2,5- 3 hektara svæði. Aðalvarpið er staðsett í Hrútey sem liggur í norðanverðum firðinum og í hólma sem er um kílómetra út frá bænum og blasir vel við þegar komið er akandi í Ófeigsfjörð.

Æðardúnn

Undirbúningur og dúntekja

Snemma vors er hafist handa við undirbúning varpsins.  Vanalega hefst varp seinnipartinn í maí, en það er breytilegt eftir árferði og getur verið allt frá fyrstu dögum í maí þar til í byrjun júní.

Undirbúningurinn felst meðal annars í því að gera hreiðurstæðin tilbúin. Fyrst er gamalli eggjaskurn, gamalt hey og annað rusl fjarlægt úr hreiðurstæðum og þurru heyi er komið fyrir í staðinn. Með þessu eru hreiðurstæðin gerð aðlaðandi fyrir kolluna og er hún yfirleitt fljót að mæta í varpið eftir að undirbúningur hefst.

Veifum og áberandi flöggum er komið fyrir á víð og dreif um svæðið, þar sem það hefur ákveðinn fælingarmátt fyrir ránfugla og einnig virðist litadýrðin laða æðarfuglinn að svæðinu.

Undirbúningurinn felst einnig í því að halda niðri ránfugli, mink og ref á svæðinu. Strendur eru gengnar og þekkt greni heimsótt. Gagnlegt getur verið að hafa góðan minkahund við leitina, þar sem þeir eru afar hjálplegir t.d. við að staðsetja minkinn.

Æðardúnsæng.

sængur með æðardún eru alveg meiriháttar!

þær eru hlýjar og léttar og endast í tugi ára.

Við seljum sængur. Hægt er að fá ungbarnasæng sem gengur oft í erfðir. Einnig er val um einbreiða og tvíbreiða sæng.

Ekki er mælt með að þvo dúnsængur en hægt er að fara með þær í þurrheinsun. þær þola að vera settar í þurrkara.

Hrútey

Aðalvarpið er í Hrútey

Hrútey liggur norðan af bænum í Ófeigsfirði. Farið er siglandi frá lendingunni neðan við bæinn. Æðarfuglinn og kríurnar lifa þar í sátt og samlyndi.

Hólminn

Innanlega í firðinum rís Hólminn

Á varptímanum er farið sjaldnar í Hólmann. Bæði vegna þess að erfitt er að komast að honum nema í góðu veðri og eins eru ekki mörg æðarhreiður.

Skarfurinn hefur gert sig heimakominn.