Ábúendur

Pétur og Magga

Ábúendur

Pétur Guðmundsson og Margrét Eggertsdóttir

Eftir 1970 kaupir Pétur 12 hundraða hlut af afa sínum og alnafna. Fyrstu árin voru þeir bræður Pétur og Ásgeir ásamt föður sínum Guðmundi að sinna hlunnindum. Ingólfur Pétursson bróðir Guðmundar sinnti þeirri vinnu fyrir Sigríði Guðmundsdóttur, afasystir Péturs sem átti áttunda part af jörðinni.

Fyrstu sumarið sem Margrét var í Ófeigsfirði bjuggu þau Pétur í Nýja húsinu hjá foreldrum hans. Sumrin 1972 og 1973 kemur Margrét ekki norður þar sem hún eignast Guðmund og árið eftir Eyrúnu. Önnur börn þeirra eru Guðfinna fædd 1969, Björg fædd 1980 og Eggert fæddur 1985

1973 kaupir Pétur allan eignarhluta afa síns sem eftir var og var þá hlutur Péturs og Margrétar orðin um 72%. Sumarið 1974 flytja þau í Gamla húsið og búa þar ásamt Sigríði þar til hún lést 1975.

Hjónin byggðu sér hús sem er timburhús á steyptum kjallara. Allir máttarviðir, gluggar og klæðning er rekaviður sem unninn er á staðnum. Flutt var inní það síðsumar 2006 eftir 32 ára búsetu í Gamla húsinu.

Talið frá vinstri: Salernishús við tjaldsvæði – Gamla húsið – Nýja húsið – mótorhúsið – Húsið – hlaðan – bátaskýlið.