Gönguleiðir

Í landi Ófeigsfjarðar eru fjölmargar gönguleiðir. Á þessari síðu verða taldar upp þessar helstu leiðir.

Svartihnjúkur

Svartihnjúkur er á múlanum suð-austan við bæinn

Hnjúkurinn er 301 metrar á hæð og útsýnið af toppnum er stórkostlegt.

Gengið er eftir veginum austur frá bænum út melnum og út fyrir Sýrá, upp Hamra og Langahjalla og upp undir Svartahjalla. Þar er farið út af veginum nánast beint upp hlíðina, svo kallaðar Breiðar. þetta er ekki erfið leið. Ýmist er farið upp austan eða vestan megin við hnjúkinn.

Lengri gönguleið.

Eftir að komið er upp fyrir brúnina liggur hryggur sem fer smá hækkandi suður yfir fjallið. Af Svartahnjúk er mjög víðsýnt, bæði norður og vestur yfir og eins eftir að komið er suður á fjallið þá sést vel suður og austuraf en þar er hæðin komin uppí 369 metra. Þaðan er síðan ágætt að fara suðvestur eftir fjallgarðinum inn í Brekkuskarð og síðan vestur og upp á Stórholt sem er í 351 metra hæð, en það er hæsti hlutinn Hádegisfjalls. Þaðan er farið vest-suðvestur fram í Fremri- Húsárdal og að Húsá, fylgja henni niður að Runkugili og síðan niður með henni um Seleyrar, Þröskulda, Hauksvatnseyrar og niður yfir Kjöl og Holti og til bæjar. Þessa leið er alveg eins hægt að fara hinn hringinn, upp Holt og Húsadal og enda á Svartahnjúk. það er jafnvel þægilegri ganga og ekki síðri, sérstaklega vegna þess að þá er komið neðan að Runkufossi og fram á Hádegisfjall og Svarthnjúk. Þessi göngutúr er á að giska 5 til 6 klukkustunda langur gengið í rólegheitunum, áætlað um 15 km.

Rjúkandi

Áin Rjúkandi. Gönguleiðin að fossinum er tilvalin fyrir börnin.

Göngutími er 2-4 klukkustunda löng og er því gott að hafa með sér smá nesti til að gæða sér að og horfa á fossinn Rjúkanda. Fossinn fellur í gljúfur og úðinn frá honum sést víða að. það eru um 3,5 km hvora leið.

Farið er norður yfir Húsá og gengið upp með ánni framhjá Húsárfoss. þaðan er gengið vestur yfir í átt að úðanum.

Gaman er að labba upp með ánni frá Rjúkandafossi að Krossá eða hærra og ganga suður í Húsárdal og niður að bæ.

Hvalárgljúfur

Gljúfrabúi.

Gangan er um það bil 3 km löng frá bílastæðinu við Hvalárbrú að Gljúfrabúa

Farið er norður fyrir Hvalá á brú sem er ofan við Hvalárfoss. Síðan er gengið fram Hvalárengi og upp á fjallið í nánast suð-suðvestur frá brúnni. Gangan er öll á fótinn.

Glúfrin eru allhrikaleg náttúrúsmíð þar sem áin steypist niður í þau um nokkra tugi metra. Mikið gengur á þegar áin er í vexti.

Gengið yfir Brekkuskarð

Leiðin yfir brekku á milli Ingjólfsfjarðar og Ófeigsfjarðar.

þessi leið var mikið notuð hér áður fyrr þegar enginn vegur var komin inní Ófeigsfjörð. Bæði var farið fótgangandi og eins á hesti.

Þegar gengið er frá Ingólfsfirði er slóði utan við bryggjuna við botn fjarðarins. Gott að fara skáhalt norðaustur að slóða með læknum, þessi leið er stikuð að mestu. Þessi leið upp er brött. Gengið er upp að skarðinu og farið með slóðanum niður Sírárdal

þessi leið eru um 3,5 kílómertar

Húsá

Húsáfoss.

Létt og stutt ganga með Húsá og upp að fossi.

Ef gengið er sunnanmegin við ánna þá er hægt að skoða minjar af gamalli virkun. Fólk er beðið um að ganga vel um til að varðveita sem lengst.

Gengið að Dröngum

Góð dagsleið – ganga frá Ófeigsfirði að Dröngum. 24 km

Frá Hvalárbrú er gengið norður að Dagverðará fyrir ofan beitarhústóftirnar í Strandatúni. Dagverðará er oftast frekar vatnslítil og auðveld yfirferðar.

Skammt fyrir norðan ána er Hrafnskleif. Áður fyrr þegar farið var á hestbaki norður fyrir þá þurftu reiðmenn að fara af baki til að komast í gegnum glufuna sem er í Kleifina.

Síðan eru grónar grundir norður eftir Ströndinni, Skútaklettur er dálítinn spöl fyrir norðan læk sem rennur til sjávar um grundina fyrir norðan Hrafnsklefina. þar eru tóftarbrot. Síðan kemur að Borg og Borgarhálsi. Enn er gengið norður og kemur þá að Hrúteyjarseli, þar eru all miklar tóftir. Síðustu og einu sagnir um búskap þar eru í galdramálnunum. Líklega hefur þó Fjalla Eyvindur Jónsson hafist þar við um tíma, en talið er að lenst hafi hann verið á þeim slóðum þann tíma sem var í útilegur á Stöndum, einnig er talið að hann hafi átt kofa uppí Hrúteyjarnesmúla. Rétt fyrir 1960 er verið var að smala til aftektar gekk stúlka fram á tóft á mulanum en setti ekki á sig návkæmlega hvar hún var en tóftin hefur ekki fundist þrátt fyrir að leitað hafi verið að henni.

frá Selinu er gengið sem leið liggur eftir gömlum fjárgötum norður í Innri Höfn, þar er farið uppá holt og mýrarsund og með hlíðarfótum norður yfir Hrúteyjarkleif. Illfært er að fara noður yfir kleifina nema uppi í urðunni eða niður við sjó, þó mun hægt að klungrast niður á nokkrum stöðum.

Þá er komið í Bása, en svo er svæðið kallað inn með Eyvindarfirði að sunnan. Leiðin liggur að mestu eftir bakkabrúnunum, Þó er á milli farið eftir holtnunum ofan við. Þegar komið er inní innsta Básinn er með gætni hægt að sjá fyrir skálatóft, er hún skammt frá læknum sem rennur þar til sjávar og dálítið frá sjó. Þetta er greinilega mjög forn skálafóft. Fyrir innan innsta nesið er til talsverðar tóftir mikið af þeim er nú farið í sjóinn en hann gengur talsvert á landið þarna.

Brú er á Eyvindarfjarðará spölkorn upp með ánni. Þegar komið er norður fyrir er gengið niður með ánni og út eftir, þar heita Nóntanar, þar er Kafteinsskúti. Skip strandaði á Dugguskeri út af Þrælakleif á átjándu öld enginn komst af og fannst skipstjórinn með loggbókina í skútanum. Spölkorn þar fyrir utan er Engjanes. Síðustu ábúendur þar munu hafa verið Fjalla Eyvindur og Halla, nú mundu þau vera kölluð hústökufólk. Þar eru allmiklar tóftir.

Áfram er gengið út eftir hlíðinni eftir fjágötum sem eru sum staðar nær horfnar. Þrælakleif heitir ysti hjallinn áður en farið er ofan undir fjöru og gengið út með sjó. síðan er komið út í Viðbjarnarnaust. Næst fyrir utan þau eru Gathamrar. þá er farið norður yfir melinn og skammt er þar til að Drangavík opnast. Gengið er eftir sjávarbökkum inn víkurnar og inn að bæ í Drangavík. Hann er nú að hruni kominn enda verið í eyði síðan 1947. Á síðustu öld gengu bjarndýr tvisvar á land í Drangavík, voru þau bæði unninn með frekar lélegurm tólum en áræði bænda. Þá er eftir spölkorna inn að Drangavíkurtá. Gott vað er á ánni en staurar sem settir voru til að merkja vaðið fyrir nokkuð mörgum árum eru dálítið villandi. áin gróf sig niður á milli stauranna og er þar nú alldjúpt. Þarf að fara dálítið ofar til aðf á grunnd og gott vað.

þá er eftir að ákveða hvort farið er yfir Drangaháls eða fyrir Dangaskörð. Ef farið er yfir Háls er gengið upp sneiðinga og upp á hjlalla sem liggur skáhallt nær alla leið uppá á brún. Gatan yfir Háls var lagfærð fyrir nokkrum árum og á að sjást sæmilega, vörður eru á há Hálsinum. Síðan er gengið niður Kattardal og eftir sneiðingum niður á jafnsléttu. Ef aftur á mótier farið yfir Skörð er gengið út með sjó eftir stórgrýttir fjörunni þar til komið er út undir Skörðin. Ofast er farið um Kálfsskarð. Nokkuð bratt er upp í Skarðið, en samt vel fært. Einnig er hægt að fara um Signýjargötu, en þá er haldið lengra út með sjónum og fyrir foraðasem erþar er áðu engegnið er upp í Skarðið. Leiðin inn Drangshlíð er ýmist eftir fjörunni eða sjávarkambinum. þegar fkomið er inn undir miðja hlí inn fyrir Breiðanes er vogur sem nær upp undir hlíðarfætur. Þar fyrir innan er Strandvík síðan Árvíkur og Gvendarbrunnur og Lambabes. Sést þá inn að Drangabæ og er þá aðeins skammur spölur eftir.