Tjaldstæði okkar er frekar óhefðbundið

það er hvorki rafmagn né heitt rennandi vatn í firðinum

Ferðafólk

Tjaldstæðið býður uppá

tvö aðskilin salerni með köldu vatni og vaska aðstöðu fyrir utan.

Ekki er síma né netsamband á svæðinu og því tilvalið fyrir fjölskyldur að koma og njóta saman.

Fjölmargar gönguleiðir uppá hjalla, á fjöll og í fjörur ásamt göngum upp að fossum – Húsá, Rjúkanda, Hvalá, Hvalárglúfur og Eyvindarfjarðará.

Hér er algjörlega hægt að kúpla sig frá öllu amstri og njóta!

Kamarinn

Opið er á tjaldstæðinu á meðan ábúendur eru í firðinum.

Ábúendur koma snemma á vorin og fara seint á haustin.

Gistigjald fyrir nóttina er 1.500 krónur og frítt er fyrir börn yngri en 12 ára

Athugið að ekki er leyfilegt að hafa opinn eld nema niður í fjörunni.

Saga tjaldstæðisins

Upphaflega var svæðið og salernisaðstaðan byggð fyrir ættarmót árið 1998. í framhaldinu var ákveðið að halda þessari aðstöðu fyrir ferðafólk. þörfin hafði svo sannalega verið til staðar þar sem langt er í næstu þjónustu fyrir ferðafólk.

Mikil aukning hefur verið í gegnum árin, bæði sem gista á tjaldstæðinu og eins þá sem koma og skoða sig um.

Salernishúsið er byggt úr rekavið sem skilar sér á fjörur jarðarinnar.