Húsárvirkjun

Húsárvirkjun

Virkjun í Húsá var byggð í kringum 1949 og gangsett fyrst árið 1951.

það má kallast þrekvirki að reisa virkjun á þessum tíma. Virkjunin var þó oft erfið viðureignar og var ekki starfrækt nema í rúmlegan áratug.

Fenginn var rafall frá breska hernum þar sem ekki var hægt að flytja mikið inn í seinni heimstyrjöldinni. Sá rafall var alltaf til vandræða og það var ekki fyrr en um 3 árum seinna að hægt var að fá nýjan rafal. En í leysingum myndaðist stórfljót og klakamyndun á vetrum sem varð til þess að uppúr brotnaði oft í stíflunni. Mikil vinna fór í að halda henni við og var það uppúr 1964 sem virkjunin hætti alveg að virka. það sem gerði útslagið var að lítið hafði verið í ánni og frost þegar miklar leysingar urðu sem lyftu ísnum upp og efsti hlutinn af stíflunni fór og rafallinn skemmdist.