Ár og fossar

Í Ófeigsfirði eru margir fallegir fossar og ár

Húsá

Húsá liggur rétt norðan við bæinn

Fossinn heitir Húsárfoss en ef sjónarhorn hans er frá sjónum þá kallast hann Blæja.

Hægt er að fara enn norðar og er þá farið að jafnaði yfir vað beint norður með túninu, en ef það er flóð þá er farinn slóði ofar með ánni og þar yfir vað. Ef einhver vafi er þá leitið upplýsinga heim á bænum.

Hvalá

Enn norðar er Hvalá. Jeppar komast slóðann að Hvalá sem er um 3 km frá bænum. Gamla göngubrúin sem byggð var árið 1936 fór niður í krapaflóði árið 1978. Miklar drunur heyrðust alla leið að bænum og sáust íshrönglið dreyfast um allan fjörð og útá flóa. Eitthvað var hún löguð en hún fór svo endanlega niður 1988.

Hafist var handa að byggja nýja brú 1991 þar sem ekki gekk að hafa ánna brúarlausa þar sem hætta var að fara yfir hana. Ferðafólk lenti oft í vandræðum með að komast yfir og eins nauðsynlegt fyrir smala Árneshreppar.

Klárað var að bryggja brúna eins og hún er í dag 1994.

Hvalárvirkjun – mælingar frá 1975

Orkustofnun átti að rannsaka allar ár sem mögulega var hægt að virkja á þessum árum. Í því framhaldi ruddu þeir slóðann frá Seljarnesi að Hvalá svo hægt væri að fylgjast með rennsli í ánni.

Síriti var síðar settur upp við Hvalá í lok ágúst 1976. Vatnamælingar hafa verið gerðar frá þeim tíma.

Starfsmenn frá Orkustofnu koma að minnsta kosti tvisvar á ári og taka mælingu.

Ábúendur tók mælingu einu sinni í mánuði áður fyrr og sendu á orkustofnun. Það var áður en mælirinn fór að senda rafrænt.

Enn í dag er ekkert rafmagn í Ófeigsfirði nema þegar díseldrifinn mótor er settur í gang.

Eyvindarfjarðará

Landamörkin liggja í Eyvindarfirði

Brúin yfir Eyvindarfjarðará var reist árið 1985. Ganga þarf upp með ánni til að komast yfir brúnna. Oft var áin ófær fyrir gangandi ferðalanga og var því talið nauðsýnlegt að reisa yfir hana brú.