Hvalárvirkjun

Hugmynd síðan 1917

Hvalárvirkjun

Unnið hefur verið að því með hléum að koma upp virkjun í Hvalá.

Vatnamælingar hafa verið gerðar frá árinu 1976 en hugmynd að virkjun nær lengra aftur en það.

Hugsunin hefur verið sú að afla rafmagns fyrir vestfirði þar sem skortur hefur verið viðvarandi, ekki eingöngu í Ófeigsfirði og Árneshreppi heldur hefur rafskortur tafið fyrir frekari uppbyggingu og atvinnurekstri á öllum vestfjörðum.

Drift kemur í að koma upp virkjun haustið 2007 þegar Vesturverk sýnir Hvalá áhuga. Þá var orkuþörfin á vestfjörðum orðin það mikil að ákveðið var að ráðast í einkaframkvæmd fyrir vestfirði. Hlé kom á undirbúningin framkvæmdarinnar í hruninu en hófst svo aftur síðar og var komin á gott skrið 2015.

Ef friður hefði fengist við framkvæmdir hefði Hvalárvirkjun verið gangsett 2023.

Virkjunin hefur ekki enn orðið að veruleika en ekki er öll von úti….

Óbeisluð orkan rennur ónýtt til sjávar!