Ófeigur ST 4 var smíðaður á grundinni fyrir norðan Túnnesið 1877
Hér er Ófeigur á Byggðasafninu að Reykjum í Hrútafirði.
Árið 1877 lætur Guðmundur smíða Ófeig ST 4
Hann var smíðaður af sama Jóni og smíðaði Mjóna fimm árum áður. Sérvitur var Jón bátasmiður og ekki var honum sama hverkonar efni var notað við smíðina, og þá sérstaklega í kjölinn. Þegar hann var að höggva til kjaltréð elti hann spænina og vildi sjá hvernig þeir legðust. Þegar kjöltréð var fundið gekk vel fram smíðin og eftir að stefni höfðu verið reist, gekk fram um eitt umfar á dag. Báturinn var tilbúinn til hákarlaveiða um vorið. Ófeigur var aðalega notaður til hákarlaveiða og í stórflutninga, svo sem timburflutninga yfir á Blönduós og á Miðfjarðarsand.