649 Ófeigsfjarðarvegur

Síðustu spölin

649 Ófeigsfjarðarvegur

Vegurinn inní Ófeigsfjörð er hægfara. Ekki er mælt með að lágir fólksbílar fari þennan veg en þó láta sumir á það reyna.

Leiðin frá Eyri inní Ófeigsfjörð er eingöngu 12 kílómetrar en það má ætla að ferðin taki amk 30 mínútur. Ekið er að mestu við fjöruborðið út Ingólfsfjörð en þegar komið er inní Ófeigsfjörð er farið uppí hlíðina.

Beygt er upp til vinstri áður en keyrt er inní Norðurfjörð og þar yfir Eyraháls. Á Eyri í Ingólfsfirði er gömul síldarverksmiðja sem gaman er að sjá.